HEIM2IH05(11) - Heimspeki

inngangur að heimspeki

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Í áfanganum verða nokkrar af áhrifamestu kenningum heimspekinnar kynntar. Fjallað verður m.a. um frumspeki, siðfræði, rökfræði og gagnrýna hugsun og reynt að tengja efnið við hið daglega líf. Valdir heimspekitextar verða rýndir og ræddir. Áhersla er lögð á sjálfstæð vinnubrögð nemenda og þeir hvattir til að líta með gagnrýnum hætti á námsefnið jafnt og eigin viðhorf.

Þekkingarviðmið

 • völdum heimspekingum og helstu kenningum þeirra frá Grikklandi hinu forna til okkar tíma.
 • meginhugtökum nokkurra greina heimspekinnar, s.s. siðfræði og frumspeki.
 • mikilvægi gagnrýnnar hugsunar í leik og starfi.

Leikniviðmið

 • lesa heimspekitexta
 • taka þátt í heimspekilegri rökræðu og samræðum, bæði með því að beita gagnrýnni hugsun, virða skoðanir annarra og vera tilbúinn að taka gagnrýni á uppbyggilegan hátt.
 • endursegja og skýra heimspekitexta.
 • rita um heimspeki á skýran máta.
 • beita gagnrýnni hugsun.

Hæfnisviðmið

 • setja fram skoðanir sínar í ræðu og riti á skýran máta.
 • vinna með flóknar hugmyndir í samhengi við daglegt líf.
 • geta beitt gagnrýnni hugsun á markvissan hátt.
 • geta borið saman ólíkar skoðanir og rök til að mynda sér eigin skoðun.
 • öðlast færni í að rökstyðja eigin skoðanir.
Nánari upplýsingar á námskrá.is