LANF2NM05(11) - Loftlagsraskanir og lýðfræði

kort, mannvist, náttúrufar

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: Engar
Áfanginn mun nær allur fjalla um loftslagsraskanir á jörðinni þótt önnur umhverfisvá verði einnig upp á borðinu. Byrjað verður á að kanna hvað lýðfræðin segir okkur um líklega fólksfjölgun á 21. öldinni og hvað þar býr að baki. Fjallað verður um gróðurhúsaáhrif og flókið samband þeirra við loftslagið og loftslagsspár. Einnig verður kannað samspil loftslags, vistkerfa og búsetu mannsins auk tengsla iðnþróunar við umhverfi og samfélagshætti. Gerð er grein fyrir misjöfnum áhrifum af nýtingu ólíkra orkuauðlinda og vöngum velt yfir mögulegum aðgerðum sem verndað geta umhverfið og bætt framtíðarhorfur mannkyns.

Þekkingarviðmið

 • kenningum lýðfræðinnar um fólksfjölgun á jörðinni.
 • hugtakinu gróðurhúsaáhrif og tengslum þeirra við loftslag á jörðinni.
 • sögu loftslags á jörðinni
 • helstu kenningum um loftslagsraskanir af mannavöldum og deilum um þær kenningar.
 • líklegustu áhrifum sem óheft hnattræn hlýnun mun valda á næstu áratugum á öllum helstu vistkerfum jarðar.
 • helstu leiðum sem í boði eru til að hefta loftslagsraskanir og þeim áhrifum sem slíkar leiðir gætu haft á mannlegt samfélag á jörðinni.

Leikniviðmið

 • beita hugtökum loftslagsvísinda og lýðfræði í ræðu og riti
 • lesa og túlka helstu upplýsingar loftslagsvísinda á fjölbreyttu formi.
 • greina ýmis orsakasamhengi ólíkra umhverfisþátta.

Hæfnisviðmið

 • auka færni sína í að greina alls kyns upplýsingar um nánustu framtíð jarðar.
 • meta áhrif loftlagsraskana og aðgerða gegn þeim á sína eigin lífshætti og annarra.
 • bæta umgengni sína á víðum grundvelli.
 • beita gagnrýninni hugsun.
 • gera sér grein fyrir áhrifum eigin gjörða á umhverfið sitt
Nánari upplýsingar á námskrá.is