ÍSLE1BR05(13) - Bókmenntir

bókmenntir, málnotkun, ritun

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er unnið með alla þætti íslenskunnar og bókmenntir hafðar að leiðarljósi. Nemandinn fær tækifæri til að læra í gegnum bókmenntir og vinna með þær á fjölbreyttan hátt. Áhersla er lögð á að nemandinn bæti orðaforða sinn og efli sjálfstraust sitt og trú á eigin málnotkun. Jafnframt er áhersla lögð á að nemandinn auki les- og/eða hlustunarskilning sinn og æfist í að skilgreina hugtök sem koma fram í texta. Nemendur fá þjálfun í að tjá skoðanir sínar í gegnum uppbyggilegar samræður. Notast er við aldursmiðaðar bókmenntir og fjölbreytt verkefni. Megin áhersla er á að nemandinn viðhaldi og byggi ofan á þann grunn sem hann býr nú þegar að.

Þekkingarviðmið

  • aldursmiðuðum bókmenntum
  • uppbyggingu bóka
  • mikilvægi lesturs/hlustunar sem nýtist í daglegu lífi
  • innihaldi og söguþræði bókmennta.

Leikniviðmið

  • nota og/eða tileinka sér nýjan orðaforða
  • lesa og/eða hlusta á mismunandi texta sér til gagns og gleði
  • tjá skoðanir sínar.

Hæfnisviðmið

  • nýta sér bókmenntir í daglegu lífi til gagns og/eða gleði í hvaða formi sem er, t.d. ritaðar bækur, hljóðbækur og rafbækur
  • spyrja spurninga og hlusta á sjónarmið annarra af víðsýni
  • láta skoðanir sínar í ljós
  • auka sjálfstraust í ræðu og/eða riti
  • greina innihald og söguþráð.
Nánari upplýsingar á námskrá.is