ENSK1UN05(01) - Undirbúningsáfangi í ensku

undirbúningsáfangi í ensku

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Grunnskólapróf
Í þessum áfanga eru undirstöðuatriði ensku rifjuð upp í þeim tilgangi að nemandi geti tekist á við áframhaldandi nám í ensku á framhaldsskólastigi. Markvisst er unnið með málfræði og orðaforða. Áhersla er lögð á lestur og lesa nemendur bæði einfaldra bókmenntatexta og texta almenns eðlis. Skilningur á töluðu máli er þjálfaður með hlustun á rauntexta. Nemendur eru þjálfaðir í að tjá sig með viðeigandi orðalagi um margvísleg málefni á ensku. Ritun er þjálfuð með fjölbreyttum æfingum þar sem áhersla er lögð á að skrifa texta á skipulegan hátt eftir viðeigandi reglum.

Þekkingarviðmið

  • grunnreglum enskrar málfræði, s.s. muninum á ákveðnum og óákveðnum greini, eintölu og fleirtölu nafnorða, stigbreytingu lýsingarorða, beygingu reglulegra og óreglulegra sagna, eignarfalli nafnorða og notkun fornafna
  • meginreglum málnotkunar og hefðum varðandi uppbyggingu og samhengi texta
  • algengum orðaforða
  • stafsetningu algengra orða
  • helstu málsvæðum enskrar tungu.

Leikniviðmið

  • beita grunnreglum enskrar málfræði í tali og ritun
  • skrifa stuttan samfelldan texta þar sem meginreglum málnotkunar og hefðum varðandi uppbyggingu og samhengi texta er fylgt
  • hlusta eftir upplýsingum, bæði í samtali, útvarps- og sjónvarpsefni
  • fylgja eftir og taka þátt í einföldum samræðum
  • tjá sig munnlega og skriflega um ýmis málefni með viðeigandi orðalagi
  • lesa og skilja einfalda bókmenntatexta.

Hæfnisviðmið

  • segja frá og taka þátt í einföldum umræðum á ensku
  • draga upplýsingar úr töluðu og rituðu máli og hagnýta sér
  • lesa og skilja rauntexta og einfalda bókmenntatexta
  • skrifa texta þar sem helstu málfræðireglum og hefðum varðandi uppbyggingu og samhengi texta er fylgt
Nánari upplýsingar á námskrá.is