ÍSLE1TL05(00) - Læsi, ritun og tjáning

Læsi, ritun, tjáning

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Forkröfur: Grunnskólapróf. Nemendur sem hefja nám í þessum áfanga hafa fengið einkunnina C eða D í íslensku á grunnskólaprófi.
Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur treysti kunnáttu sína á öllum sviðum lestrar og lesi fjölbreytta texta, s.s. bókmenntatexta, ýmsa texta sem birtast í dagblöðum, tímaritum, fræðiritum og á Netinu. Nemendur þjálfast í fjölbreyttri ritun og tjáningu. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum.

Þekkingarviðmið

  • forsendum góðrar framsagnar og eðlilegrar framkomu við flutning texta
  • mismunandi málsniðum og sérkennum talmáls og ritmáls
  • helstu atriðum varðandi ritgerðarsmíðar
  • helstu hugtökum í bókmenntafræði
  • helstu hugtökum í bragfræði
  • íslenskri stafsetningu og greinarmerkjasetningu.

Leikniviðmið

  • lesa og tjá sig um fjölbreytta texta
  • skrifa texta á vönduðu máli þar sem samhengis í efni er gætt
  • ganga frá stuttri ritgerð á viðeigandi hátt í tölvu
  • beita hugtökum í bókmenntafræði í umfjöllun um bókmenntir
  • beita hugtökum í bragfræði í umfjöllun um bundið mál
  • beita réttri stafsetningu og greinarmerkjasetningu.

Hæfnisviðmið

  • flytja framsögu á skýran og áheyrilegan hátt
  • skrifa stutta ritgerð á vönduðu máli þar sem samhengis í efni er gætt
  • túlka valin ljóð og átta sig á byggingu þeirra
  • fylgja reglum um stafsetningu og greinarmerkjasetningu við að koma frá sér rituðu máli
  • axla ábyrgð á eigin námi
  • taka virkan þátt í kennslustundum
  • beita lýðræðislegum vinnubrögðum í hópvinnu
  • tjá skoðun sína á námsefni, námsmati og fyrirkomulagi kennslu
  • tileinka sér jákvætt viðhorf til móðurmáls og eigin málnotkunar
Nánari upplýsingar á námskrá.is