LÍFF1LR05(11) - Fjölbreytni lífheimsins

lífríkið

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Notkun greiningarlykla kynnt og æfð við greiningar á tegundum eða hópium úr mismunandi plöntu- og dýrafylkingum, ýmist úti í náttúrunni eða með undanfarandi plöntu- og dýrasöfnun. Meðal hópa lífvera, sem koma til greina, eru: Háplöntur, sveppir, þörungar, fuglar, fiskar, skordýr, krabbadýr, lindýr og liðormar en þetta fer nokkuð eftir þekkingarsviði kennara. Lögð er áhersla á að kynna lífríki einstakra búsvæða, svo sem ýmissa gróðurlenda, jarðvegs og votlendis (t.d. ferskvatns og fjöru).

Þekkingarviðmið

  • Nemandi læri að þekkja algengar, íslenskar plöntu- og dýrategundir
  • Hvar þessar tegundir er helst að finna

Leikniviðmið

  • Nota helstu hjálpartæki við tegundagreiningar, svo sem greiningarlykla, söfnunartæki, víðsjár og sjónauka

Hæfnisviðmið

  • Auka við þekkingu sína og hæfni í tegundagreiningum.
Nánari upplýsingar á námskrá.is