NÁTT1EE05 - Eðlis- og efnafræði - Orka

efnafræði, eðlisfræði

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum eru tekin fyrir viðfangsefni úr náttúru og nútímatækni þar sem koma fyrir kenningar og grundvallarlögmál eðlis- og efnafræðinnar með sérstaka áherslu á orkulögmálið. Áfanginn er bæði hugsaður sem undirbúningsáfangi fyrir nemendur á náttúrufræðibraut og sem raungreinaáfangi nemenda á öðrum brautum. Helstu efniatriði eru: Hreyfing, hraði og hröðun, vinna og orka. Atómkenningin, frumefni og efnasambönd, atóm, sameindir og jónir, efnahvörf og efnajöfnur. Andrúmsloftið, bruni eldsneytis og efnaorka, loftmengun, rafhlöður og rafstraumur. Sólarorka og nýting hennar.

Þekkingarviðmið

  • hugtakinu vísindi og hvað felst í vísindalegri aðferð
  • orkubúskap jarðar
  • orkuvinnslu og orkunotkun Íslendinga í samaburði við önnur lönd
  • atómkenningunni, gerð frumefnis, efnasambanda og efnablandna
  • lotukerfinu
  • myndun sameinda og jóna
  • efnajöfnum
  • efnasamsetningu andrúmslofts og helstu mengunarvöldum
  • hreyfifræði hluta sem hreyfast í beina línu
  • hugmyndum um eðli rafsegulbylgna

Leikniviðmið

  • túlka einfaldar myndir og gröf
  • flokka efni náttúrunnar í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
  • nýta sér lotukerfið við lausn verkefna
  • lesa út úr og skrifa einfaldar efnajöfnur
  • reikna meðalhraða, stundarhraða og hröðun hluta sem hreyfast eftir beinni línu
  • tjá sig sig á skýran og skapandi hátt um verkefni og úrlausnir þeirra

Hæfnisviðmið

  • miðla niðurstöðum úr verkefnum með öðrum
  • tengja þætti efna- og eðlisfræðinnar við sitt daglega líf og umhverfi
  • taka þátt í upplýstri umræðu um málefni sem snerta vísindi tækni og umhverfismál
Nánari upplýsingar á námskrá.is