VINS1FY05 - Vinnustaðanám

Fyrri áfangi, atvinnulíf í nærsamfélagi

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er fjallað um meginflokkun atvinnulífs í frumvinnslu-, úrvinnslu- og þjónustugreinar og þau réttindi og skyldur sem tengjast þátttöku einstaklingsins í atvinnulífinu almennt. Lögð er sérstök áhersla á að nemendur kynnist atvinnulífi í nærumhverfi sínu af eigin raun með markvissum heimsóknum á vinnustaði. Í heimsóknum sínum er nemendum ætlað að afla upplýsinga um sögu og helstu viðfangsefni vinnustaðarins ásamt því að kynna sér þá menntun sem starfsfólk í ólíkum störfum þarf að hafa. Nemendur fá auk þess tækifæri til að vera virkir þátttakendur á þeim vinnustöðum sem þeir heimsækja, allt eftir aðstæðum á hverjum stað. Þá er jafnframt lögð áhersla á að nemendur þjálfist í að setja fram niðurstöður sínar á góðu íslensku máli og hagnýti möguleika upplýsingatækninnar, s.s. með því að útbúa glærukynningu, veggspjald, stuttmynd, bækling eða vefsíðu.

Þekkingarviðmið

 • skiptingu vinnumarkaðarins á Íslandi í frumvinnslu-, úrvinnslu- og þjónustugreinar
 • réttindum sínum og skyldum sem launþega
 • helstu skyldum og réttindum atvinnurekenda og stéttarfélaga
 • sögu, hlutverki og helstu verkefnum sem unnin eru á þeim vinnustöðum sem nemandinn heimsækir

Leikniviðmið

 • vinna einföld verkefni undir leiðsögn á þeim vinnustöðum sem hann heimsækir
 • nota tölvuforrit sem koma að gagni við framsetningu á ýmsum verkefnum sem unnin eru í áfanganum
 • efla læsi sitt í víðum skilningi, þ.e. treysta kunnáttu í íslensku, auka leshraða sinn, lesa fjölbreytta texta sér til gagns og ánægju, auka færni sína til tjáningar á eigin skoðunum og samskipta við annað fólk og efla læsi á ýmiss konar upplýsingar, bæði í texta- og talnaformi

Hæfnisviðmið

 • geta flokkað vinnustaði í nærsamfélaginu í frumvinnslu-, úrvinnslu- og þjónustugreinar
 • gera sér grein fyrir mikilvægi hinna ólíku vinnustaða sem heimsóttir eru fyrir nærsamfélagið
 • gera sér grein fyrir mikilvægi þess að eiga gott samstarf og samskipti við kennara og samnemendur í áfanganum
 • gera sér grein fyrir mikilvægi þess að eiga gott samstarf við starfsfólk á þeim vinnustöðum sem heimsóttir eru
 • geta aflað og sett fram upplýsingar á vönduðu máli um þá menntun sem starfsfólk á vinnustaðnum þarf að hafa til þess að geta unnið tiltekin störf
 • geta sett fram upplýsingar á vönduðu máli um og kynnt fyrir samnemendum sínum sögu, hlutverk og helstu verkefni sem unnin eru á þeim vinnustöðum sem heimsóttir eru
Nánari upplýsingar á námskrá.is