MAME1RE05 - Matur og menning í nálægum löndum

Eldun, innkaup, ritun, þrif

Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í fyrri hluta áfangans er megináherslan lögð á matreiðslu léttra rétta (skyndibita). Þar má t. d. nefna pylsur, pizzur, hamborgara, smurbrauð, burrito og pítur. Í tengslum við matreiðsluna þurfa nemendur að leita upplýsinga á Netinu um sögu þessara rétta og vinna stutt verkefni samfara því. Nemendur þurfa sjálfir, undir handleiðslu kennara, með hollustu og hagkvæmni í huga, að annast innkaup á hráefni og laga uppskriftir að vöruúrvali. Í síðari hluta áfangans er fjallað um matarmenningu þriggja Evrópuland, þ. e. Danmerkur, Frakklands og Ítalíu. Lögð áhersla á að nemendur kynnist menningu þessara landa í gegnum matargerðina, m. a. í gegnum kvikmyndir frá viðkomandi löndum. Ætlast er til að nemendur vinni stutt verkefni um löndin sem til umfjöllunar eru hverju sinni.

Þekkingarviðmið

 • sögu og neyslu valdra skyndibitarétta
 • á ólíkum siðum við fæðuöflun og matargerð
 • tengslum valdra samfélaga við matarmenningu sína
 • mikilvægi hollrar næringar fyrir heilbrigðan líkama

Leikniviðmið

 • matreiða létta rétti
 • vinna með ýmiss konar gögn við matreiðslu, þ.e. matreiðslubækur og hvers kyns áhöld og tæki
 • greina á milli ólíkra gerða matseldar, s.s. suðu, steikingar, ofnbökunar o.s.frv.
 • ástunda hagkvæm og umhverfisvæn innkaup til heimilis

Hæfnisviðmið

 • miðla almennri þekkingu sinni í umræðum og stuttum kynningum
 • miðla leikni sinni við matseld
 • efla læsi sitt í víðum skilningi
 • auki færni sína til tjáningar á eigin skoðunum og samskipta við annað fólk
 • meta heimilisinnkaup út frá sjónarmiðum sjálfbærni og hagkvæmni
Nánari upplýsingar á námskrá.is