ÍSLE2MÁ05(21) - Mál- og menningarsaga

Mál- og menningarsaga

Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: ÍSLE2MB05(11)
Í áfanganum er fjallað um sögu máls og menningar frá frumnorrænum tíma til okkar daga. Nemendur kynnast nokkrum atriðum í sögu íslensks máls frá öndverðu til nútíma, læra að lesa úr hljóðritunartáknum og kynnast helstu mállýskum á Íslandi. Nemendur kynnast norrænni goðafræði og hugmyndaheimi norrænna manna til forna auk þess sem þeir fá tækifæri til að tjá sig í ræðu og riti um efni áfangans. Nemendur fá þjálfun í ritgerðarsmíð og ábyrgri meðferð heimilda. Áhersla er lögð á virka þátttöku nemenda í kennslustundum.

Þekkingarviðmið

 • uppruna og skyldleika indóevrópskra tungumála
 • helstu málbreytingum sem orðið hafa frá frumnorrænu til íslensks nútímamáls
 • meginatriðum íslenskrar málstefnu
 • uppruna ritlistar og þróun skriftar
 • áhrifum norrænnar tungu á önnur málsvæði
 • helstu mállýskum á Íslandi
 • breytingum á stíl íslensku frá upphafi ritunar til okkar daga
 • dæmum um uppruna og skyldleika orða
 • orðasmíð og merkingu
 • íslenskum nafnasiðum
 • mismunandi málsniðum og orðræðu við ólíkar aðstæður
 • helstu atriðum í heimsmynd norrænnar goðafræði
 • helstu goðum í norrænni goðafræði, hlutverki þeirra, vættum og öðrum átrúnaði
 • grundvallaratriðum í meðferð heimilda.

Leikniviðmið

 • hljóðrita einföld orð
 • flytja fyrirlestur um kjörbók þar sem gætt er að framkomu og framsögn
 • skrifa heimildaritgerð á vönduðu máli þar sem gætt er að samhengi í efni og áhersla lögð á ábyrga og vandaða meðferð heimilda
 • nota handbækur og hjálparforrit um stafsetningu, meðferð heimilda og framsetningu texta.

Hæfnisviðmið

 • fjalla á gagnrýninn hátt um hin sögulegu tengsl tungumáls og menningar
 • rökræða um íslenska málstefnu
 • tjá sig munnlega með áherslu á notkun bókmenntafræðilegra hugtaka, skýra framsögn og örugga framkomu
 • skrifa vandaðan texta þar sem samhengis í efni er gætt og heimildir eru notaðar á ábyrgan hátt
 • axla ábyrgð á eigin námi
 • taka virkan þátt í kennslustundum
 • tileinka sér jákvætt viðhorf til móðurmáls og eigin málnotkunar
 • beita lýðræðislegum vinnubrögðum í hópvinnu
 • tjá skoðun sína á námsefni, námsmati og fyrirkomulagi kennslu
Nánari upplýsingar á námskrá.is