Bókasafn

Bókasafn Framhaldsskólans á Húsavík er staðsett miðsvæðis í húsnæði skólans við hlið móttöku.
Safnið er opið á meðan kennsla stendur yfir í skólanum, frá mánudegi til föstudags.

Allir nemendur Framhaldsskólans á Húsavík eiga rétt aðild að bókasafni skólans, endurgjaldslaust. Þeir hafa jafnan aðgang að upplýsingum án tillits til félagslegrar stöðu eða uppruna. Safnið er búið bókum, tímaritum, myndefni og öðrum safnkosti sem tengist skólastarfi. Jafnframt er veittur aðgangur að rafrænum gögnum innan skóla og á netinu. Bókasafns- og upplýsingafræðingur veitir nemendum, kennurum og öðrum starfsmönnum virka upplýsingaþjónustu og stuðlar þannig að upplýsingalæsi og samþættingu sjálfstæðrar þekkingarleitar og kennslugreina. Lesaðstaða, vinnuaðstaða og aðgangur að tölvum er í tengslum við safn.