Inntökuskilyrði

Almenn skilyrði
Til þess að geta innritast í Framhaldsskólann á Húsavík þarf nemandi að hafa lokið grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða hafa náð 16 ára aldri. Nemendur eiga, skv. Aðalnámskrá Framhaldsskóla, jafnframt rétt á að stunda nám til 18 ára aldurs, samanber þó ákvæði 33 gr. framhaldsskólalaga um skólareglur og meðferð mála. Ekki eru sett skilyrði um að nemandi hafi náð tiltekinni einkunn í grunnskóla til þess að geta hafið nám við FSH. Hins vegar gilda sérstök inntökuskilyrði um námsbrautir skólans líkt og sjá má hér að neðan.


Stúdentsbrautir
Vilji nemandi tryggja sér rétt til náms á stúdentsbrautum þarf hann að ná ákveðinni lágmarkseinkunn í íslensku, stærðfræði og ensku við lok grunnskóla:

Félags- og hugvísindabraut: Hæfnieinkunn B í íslensku og ensku og C í stærðfræði.
Náttúruvísindabraut: Hæfnieinkunn B í íslensku, ensku og stærðfræði.
Opin stúdentsbraut: Hæfnieinkunn B í íslensku og ensku og C í stærðfræði.

Tekið skal fram að inntökuskilyrði á stúdentsbrautir miðast við skólaeinkunnir nemenda, ekki einkunnir á samræmdum prófum.

Þeir nemendur sem hafa náð 18 ára aldri geta hafið nám á stúdentsbrautum þrátt fyrir að uppfylla ekki þessi inntökuskilyrði.

Aðrar námsbrautir
Til þess að innritast á almenna braut þurfa nemendur einungis að hafa lokið grunnskólanámi, hafa hlotið jafngilda undirstöðumenntun eða hafa náð 16 ára aldri.
Til þess að innritast á starfsbraut þurfa nemendur að hafa viðurkennd greiningargögn um fötlun skv. lögum um málefni fatlaðra nr. 59/1992.
Til þess að innritast á heilsunuddbraut þarf nemandi að hafa lokið grunnskólanámi, nemandi þarf að hafa náð 18 ára aldri þegar þeir hefja verknám á þriðja hæfniþrepi.


Röðun í áfanga
Til þess að geta hafið nám á öðru hæfniþrepi í íslensku, ensku, dönsku og stærðfræði þarf nemandi að hafa náð hæfnieinkunn B við lok grunnskóla í þessum greinum. Að öðrum kosti hefur nemandi nám sitt í þessum greinum á fyrsta hæfniþrepi.
Skólinn getur vikið frá þessum einkunnamörkum ef ástæða þykir til. Skólinn getur látið reglur um röðun á hæfniþrep gilda um nemendur 18 ára og eldri eftir atvikum.