Nemendafélag FSH

Drög að próftöflu H17

Hér má sjá drög að próftöflu haustannar 2017

Hægt er að skila athugasemdum til aðstoðarskólameistara til föstudagsins 17. nóvember nk. Í nóvember verður haft samband við fjarnema (nemendur í formlegu fjarnámi og nemendur Fjarmenntaskólans) varðandi hentuga staðsetningu fyrir lokapróf í þeim áföngum þar sem um slíkt er að ræða. Ætlast er til þess að nemendur með frjálsa mætingu taki lokapróf í húsnæði FSH.

Nemendum, sem þjást af prófkvíða eða telja sig þurfa á sérúrræðum að halda við fyrirlögn prófa, er bent á að hafa samband við námsráðgjafa sem allra fyrst og alls ekki síðar en mánudaginn 20. nóvember.