Starfsbraut

Starfsbraut er námstilboð fyrir nemendur sem geta einhverra hluta vegna ekki nýtt sér almenn tilboð framhaldsskólans en þurfa einstaklingsmiðað nám sem mætir færni þeirra og áhuga. Námið er bæði bóklegt og verklegt.  Námið getur verið mjög breytilegt milli anna eða ára.

Meginmarkmið starfsbrautar er að nemendur fái nám og starf við hæfi og tækifæri til að auka við þekkingu sína og færni. Einnig að efla nemendur til virkrar þátttöku í samfélaginu og gera þá sem mest sjálfbjarga í athöfnum daglegs lífs.

Lýsing á brautinni samkvæmt námskrá frá 2011 er í vinnslu. Gert er ráð fyrir að vinnu við brautina ljúki á haustönn 2016.