Innritun

Rafræn innritun nemenda fyrir haustönn 2019 fer fram á vefsíðu Menntagáttar og stendur yfir til 31. maí.

Innritun fyrir haustönn 2019 fer fram á vefsíðu Menntagáttar.

Innritun á starfsbraut fara fram dagana 01.02.2019-28.02.2019
Forinnritun 10. bekkinga fer fram dagana 08.03.2019-13.04.2019
Lokainnritun 10. bekkinga fer fram 06.05.2019-07.06.2019
Innritun annarra en 10. bekkinga fer fram 07.04.2019-31.05.2019.

Einnig geta nemendur skráð sig með því að senda tölvupóst til aðstoðarskólameistara á halldor@fsh.is eða með því að hringja í s. 464-1344.

Upplýsingar um námsleiðir í boði er að finna HÉR

Einnig er í boði að stunda nám í stökum áföngum.  Upplýsingar um áfanga í boði á haustönn 2019 er að finna HÉR.  Athugið að þótt áfangi sé í boði er ekki fullvíst að hann verði kenndur.

Upplýsingar um inntökuskilyrði og fjarnám er að finna undir flipunum til vinstri.

Ath. FSH vinnur nú að uppsetningu heilsunuddbrautar í samvinnu við Fjölbrautaskólann við Ármúla. Nemendur innrita sig með því að hafa samband við Halldór Jón aðstoðarskólameistara á netfanginu halldor@fsh.is

Innritunargjöld
Innritunargjöld eru greidd fyrirfram fyrir hverja önn.  Eindagar eru 1. ágúst og 20. desember.  Greiði nemandi ekki innritunargjaldið á gjalddaga hækkar það.  Ekki er gerð stundatafla fyrir nemendur sem eru innritaðir en eiga ógreidd innritunargjöld.  Þessi gjöld eru óafturkræf þó nemandi af einhverjum ástæðum hætti við skólavist.  Gjaldskrá FSH er að finna HÉR.

Nemendafélagsgjald er innheimt með innritunargjaldi. Nemandi getur sagt sig úr nemendafélagi og fengið gjaldið endurgreitt í fyrstu viku eftir að skóli hefst.


Mat á námi úr öðrum skólum

Nemendur fá viðurkennt nám úr öðrum framhaldsskólum metið til eininga við skólann.  Gömlum námseiningum er varpað yfir í nýjar en almenna reglan er sú að 3 gamlar einingar eru metnar sem 5 nýjar einingar.  Misjafnt er hvernig nám úr öðrum skólum nýtist nemanda í FSH, þ.e.a.s hvort það er metið sem hluti af kjarna brautar eða sem óbundið val.  Nauðsynlegt er fyrir hvern og einn nemanda að fara vel yfir námsferil sinn og skipulag með aðstoðarskólameistara.

Nemendur þurfa að fylgjast vel með því að nám sem þeir velja við skólann sé fullnægjandi undirbúningur undir framhaldsnám í öðrum skólum.  Upplýsingar um nauðsynlegan undirbúning eiga að vera tiltækar á heimasíðu hvers og eins skóla.  Vanti slíkar upplýsingar geta nemendur leitað til náms- og starfsráðgjafa.

Nám á vegum skóla sem ekki starfa samkvæmt Aðalnámskrá framhaldsskóla er ekki metið til eininga.  Hið sama gildir um hvers kyns störf sem unnin eru án beinna tengsla við skólann.