Nemendafélag FSH

26.4.2018

Stuttmyndakvöld í kvöld kl 20:00 í Samkomuhúsi Húsavíkur

Stuttmyndakvöld

Fimmtudaginn 26. apríl kl. 20:00 verður haldið Stuttmyndakvöld í Samkomuhúsi Húsavíkur með Elsu Maríu Jakobsdóttir leikstjóra og Húsavíkingi
Elsa lauk námi frá leikstjórnardeild Den Danske Filmskole árið 2017, fyrst íslenskra kvenna.
Elsa fjallar um stuttmyndagerð sem leið inn í kvikmyndagerð, sýnir tvær af eigin stuttmyndum auk annarra verka sem eru í sérstöku uppáhaldi.

ATELIER, útskriftarmynd Elsu frá Danska kvikmyndaskólanum, verður sýnd í fyrsta skipti á Húsavík. Myndin hefur á undanfarið ár verið sýnd á fjölda alþjóðlegra kvikmyndahátíða og hlaut nýverið Eddu verðluan sem besta íslenska stuttmyndin. 
Áhorfendum gefst tækifæri á að taka þátt í samtali um myndirnar og kasta fram spurningum. 
Sýnt í samstarfi við Þekkinganet Þingeyinga.
Með sérstökum þökkum til Flugfélagsins Ernis

F R Í T T I N N - 14 ára aldurstakmark