Nemendafélag FSH

31.3.2017

FSH 30 ára

1. apríl 1987 var undirritaður stofnsamningur FSH og skólinn því orðinn 30 ára. Af því tilefni gerðu nemendur og starfsmenn sér glaðan dag, léku sér í Höllinni, borðuðu pizzur og sungu saman á Fosshóteli. Ýmsir lögðu hönd á plóginn við framkvæmd og skipulagningu þessarar frábæru skemmtunar, aðrir skreyttu skólann og fyrirtæki styrktu framtakið. Kærar þakkir fáið þið öll. ÁFRAM FSH!