Nemendafélag FSH

19.12.2016

Laust starf fjármálastjóra og skólafulltrúa FSH

Starf fjármálastjóra og skólafulltrúa við Framhaldsskólann á Húsavík er laust til umsóknar.

Um er að ræða 90% starf. Áætlað er að viðkomandi hefji störf fyrir 1. mars 2017.

Góð bókhalds- og tölvukunnátta er nauðsynleg ásamt góðri kunnáttu á Excel og notkun helstu forrita.

Við leitum að starfsmanni sem er skipulagður, nákvæmur og sjálfstæður í vinnubrögðum og hefur ríka samskiptahæfni og góða þjónustulund. Nánari upplýsingar um starfið eru á www.starfatorg.is.

Umsóknir berist til joney@fsh.is fyrir 30. desember 2016. Upplýsingar veitir Jóney Jónsdóttir skólameistari joney@fsh.is eða í síma 464-1344.