Nemendafélag FSH

30.12.2015

Upphaf vorannar 2016

 

 

Kennsla á vorönn 2016 hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 5. janúar. Skrifstofa skólans opnar kl. 8:00 mánudaginn 4. janúar.  Nýnemum og endurinnrituðum er bent á að sækja stundaskrár sínar til ritara þann dag. Aðrir nemendur opna sínar stundaskrár í skólakerfinu Innu.  Bent skal á að til þess að hægt sé að komast inn á Innu þurfa skólagjöld að hafa verið greidd. Framhaldsskólinn á Húsavík sendir nemendum sínum, starfsfólki og velunnurum bestu áramóta- og nýárskveðjur.