Nemendafélag FSH

12.11.2015

Trefjaríkt, hollt og gott nesti!

Í morgun stóð heilsuráð FSH fyrir matar ,,workshop" í skólanum. Rakel Dögg Hafliðadóttir forsprakki heilsuráðs talaði við nemendur um mikilvægi þess að vera með trefjaríkt, hollt og gott nesti. Nemendur og starfsfólk hjálpuðust svo að við að útbúa, og borða, næringarríka hristinga og samlokur. Brynhildur Gísladóttir hjúkrunarfræðingur mældi blóðþrýsting og blóðsykur. Það var ekki annað að heyra en allir væru ánægðir með þetta framtak og morguninn var skemmtilegur og fræðandi í senn. Úrval, Heimabakarí og Norðlenska fá bestu þakkir fyrir mjög góðan stuðning.