Nemendafélag FSH

20.11.2014

Skólafundur 18. nóvember 2014

Skólafundur var haldinn á sal á þriðjudag. Gunnar Baldurssson formaður innra mats nefndar kynnti niðurstöður úr viðhorfskönnun nemenda. Tveir nemendur Birna Íris Barkardóttir og Óskar Páll Davíðsson fluttu texta eftir hljómsveitina Skálmöld í tilefni að því að Dagur íslenskrar tungu var á sunnudaginn. Nemendur og kennarar unnu saman í hópum og ræddu málefni er varða skólann. Að þessu sinn var rætt um námsbrautir við skólann, menningarferð, dillidaga og árshátíð. Hópstjórar skiluðu niðurstöðum og stjórn nemendafélagsins ásamt félagsmálafulltrúa og skólameistara fara síðan yfir niðurstöðurnar.

Myndir frá skólafundinum