Nemendafélag FSH

5.11.2014

Prófatíðin framundan

Við viljum benda nemendum á að frestur til að gera athugasemdir við próftöflu er til mánudagsins 17. nóvember.  Athugasemdum skal skilað til Herdísar aðstoðarskólameistara.

Jafnframt bendum við nemendum á að frestur til að sækja um sérúrræði í prófum er til föstudagsins 21. nóvember. Sérúrræði í prófum eru t.d. lengri próftími og fámennar prófstofur. Þeir sem geta sótt um þessi úrræði eru t.d. nemendur með sértæka námsörðugleika (s.s. lesblindu) og nemendur sem þjást af verulegum prófkvíða.  Umsóknum um þessi úrræði skal skila til Rakelar námsráðgjafa.