Nemendafélag FSH

8.10.2014

Heimsókn grunnskólanema í FSH!

Á mánudagasmorgun komu rúmlega 60 grunnskólanemar í heimsókn í FSH. Þetta voru nemendur úr 10. bekk Reykjahlíðarskóla, Borgarhólsskóla, Öxarfjarðarskóla og nemendur í 9. og 10. bekk Þingeyjarskóla. Nemendur fengu létta hressingu þegar þeir komu í skólann og fóru síðan á sal. Skólameistari bauð alla velkomna, starfandi námsráðgjafi og félags-og forvarnarfulltrúi kynntu sig og starfið og stjórn NEF sá um kynningu á skólanum og félagslífi. Þá var farið í ratleik um skólann og leiki í salnum. Nemendur utan Húsavíkur fóru í kynningu í Tún og síðan í hamborgara og franskar í mötuneyti Borgarhólsskóla. Við þökkum öllum kærlega fyrir komuna og vonum að allir hafi haft af heimsókninni bæði gagn og gaman.

Myndir