Nemendafélag FSH

27.8.2014

Nýnemar, kórónur og kaka!

Nýnemarnir mættu galvaskir í skólann á mánudaginn. Nemendur í stjórn NEF, þau Jana Björg Róbertsdóttir og Óskar Páll Davíðsson ásamt skólameistara, tóku á móti þeim í anddyri skólans. Í tilefni dagsins fengu nýnemar flottar kórónur og boðið var uppá heilsusafa og ljúffenga súkkulaðiköku. Næsta vika verður nýnemavika sem endar á skemmtiferð. Hér má sjá  Myndir af skólasetningu og fysta skóladegi haustannar 2014.