Nemendafélag FSH

28.5.2014

Brautskráning í FSH 2014

Framhaldsskólanum á Húsavík var slitið við hátíðlega athöfn í Húsavíkurkirkju laugardaginn 24. maí að viðstöddu fjölmenni. Þá voru brautskráðir 18 nemendur, 1 nemandi af starfsbraut, 1 af almennri námsbraut, 9 stúdentar af félagsfræðibraut og 7 stúdentar af náttúrufræðibraut.  Þá hafa 760 nemendur lokið prófi frá Framhaldsskólanum á Húsavík.  Þar af eru 448 stúdentar, 63 af iðnbrautum og 245 af ýmsum starfsnámsbrautum og undirbúningsbrautum. 

Fjöldi fyrirtækja og stofnana gaf viðurkenningar til að afhenda nemendum fyrir góðan námsárangur, fyrir félagsstörf og góða ástundun. Þeir nemendur sem hlutu viðurkenningar eru:

Ruth Ragnarsdóttir fyrir góðan námsárangur í þýsku frá Sendiráði Þýskalands á Íslandi. Einnig hlaut Ruth viðurkenningu fyrir þátttöku í Söngkeppni framhaldsskólanna frá Framhaldsskólanum á Húsavík en Ruth hefur þrisvar tekið þátt fyrir hönd skólans.

FSH_Ruth-400

Berglind Ólafsdóttir hlaut viðurkenningu fyrir þátttöku í Söngkeppni framhaldsskólanna og Gettu betur frá Framhaldsskólanum á Húsavík.

Heiðdís Hafþórsdóttir og Jóney Ósk Sigurjónsdóttir hlutu viðurkenningu fyrir félagsstörf frá Lyfju á Húsavík og Framsýn, stéttarfélagi í Þingeyjarsýslum.

Viðurkenningu fyrir góða ástundun og framfarir í námi fékk Sylgja Rún Helgadóttir frá Sparisjóði Suður-Þingeyinga.

Viðurkenningu fyrir frábæra skólasókn hlaut Elma Rún Þráinsdóttir frá Gámaþjónustu Norðurlands.

Viðurkenningu fyrir góðar framfarir í námi fékk Helga Sigurjónsdóttir frá Menningarsjóði þingeyskra kvenna.

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í raungreinum hlaut Jónína Rún Agnarsdóttir frá Háskólanum í Reykjavík.

Viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í sálfræði fékk Ásrún Ósk Einarsdóttir frá Vátryggingafélagi Íslands. Ásrún Ósk fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í ensku frá Landsbankanum á Húsavík og fyrir góðan námsárangur í dönsku frá Sendiráði Danmerkur á Íslandi. Jafnframt fékk Ásrún Ósk viðurkenningu fyrir félagsstörf frá Tómstunda- og æskulýðssviði Norðurþings en Ásrún var formaður nemendafélagsins í vetur.

Þóra Kristín Sigurðardóttir hlaut viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í íslensku frá Söginni ehf. Þóra fékk einnig viðurkenningu fyrir góðan námsárangur í dönsku frá Sendiráði Danmerkur á Íslandi. Að lokum fékk Þóra Kristín viðurkenningu fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi frá Hollvinasamtökum Framhaldsskólans á Húsavík og Þekkingarneti Þingeyinga.

Við upphaf athafnar söng Ruth Ragnarsdóttir nýstúdent lagið Suitcase eftir Emeli Sande við undirleik Guðna Bragasonar. Hún söng einnig við athöfnina lagið Tvær stjörnur eftir Megas við undirleik Guðna. Að lokinni ræðu Dóru Ármannsdóttur skólameistara, flutti Herdís Þ. Sigurðardóttir aðstoðarskólameistari ávarp. Að lokinni brautskráningu flutti Jónína Rún Agnarsdóttir kveðjuávarp fyrir hönd útskriftarnema. Ásta Magnúsdóttir flutti ræðu fyrir hönd 15 ára útskriftarnema og Óli Halldórsson fyrir 20 ára stúdenta. Ásta Magnúsdóttir og Brynja Elín Birkisdóttir sem var 10 ára stúdent sungu og spiluðu á píanó og gítar lagið Vikivaka eftir Valgeir Guðjónsson við texta Jóhannesar út Kötlum.

Framhaldsskólinn á Húsavík þakkar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg við brautskráninguna og óskar nemendum sínum hjartanlega til hamingju með áfangann.

FSH_Brynja-400

FSH_Disa-400

FSH2014_400