Nemendafélag FSH

6.2.2014

Nemendur úr öllum grunnskólum Norðurþings í heimsókn í FSH

Í dag komu nemendur úr 10. bekk í Borgarhólsskóla, grunnskóla Öxarfjarðar og á Raufarhöfn í heimsókn í skólann. Það var glatt á hjalla, nemendur fengu heilsusafa og horn áður en kynning á sal hófst. Dóra skólameistari og Herdís aðstoðarskólameistari sögðu frá námsframboði og starfsemi skólans. Nemendur í stjórn NEF þau Ásrún Einarsdóttir, Hjörvar Gunnarsson, Jón Þór Jónsson, Brynja M. Brynjarsdóttir og Eyþór Traustason kynntu það sem bara hæst í félagslífinu og fóru ásamt útskriftarnemunum í tíma með gestina og sýndum þeim húsakynnin. Gestunum að austan var boðið í mat í nýja, fína mötuneytinu í Borgarhólsskóla. Heimsóknin endaði svo á því að farið var í Tún. Þar tók Aðalbjörn Jóhannsson á móti þeim og sagði frá starfseminni þar. Við vonum að gestirnir allir hafi haft gagn og nokkurt gaman af og þökkum þeim kærlega fyrir komuna.