Nemendafélag FSH

2.12.2013

Jóla-Gunna í FSH

Stjórn nemendafélags FSH bauð til kvöldvöku á föstudagskvöldið sem fékk nafnið Jóla-Gunna. Hefð er fyrir því að hafa kvöldvökurnar Jón og Gunnu á vori og hausti. Farið var í jóla-svar. Nemendur og starfsfólk voru saman tvö og tvö í liði og svöruðu spurningum sem snérust að mestu um jólin. Spyrill og spurningahöfundur var hinn fjölhæfi og hressi Hjörvar Gunnarsson. Kristín Lára Björnsdóttir og Aðalbjörg Ásgeirsdóttir sigruðu eftir bráðabana við Auði Jónasdóttur og Sylgju Rún Helgadóttur. Þess ber að geta að salurinn var fallega skreyttur og boðið var upp á mandarínur, pipakökur og súkkulaði. Hægt er að sjá myndir hér