Nemendafélag FSH

5.11.2013

Vefblað í Listum, menningu og vísindum

Áfanginn Listir, menning og vísindi, LMV, er nýr þverfaglegur áfangi við skólann þar sem námsgreinarnar saga, samfélagsgreinar, náttúruvísindi, íslenska og upplýsingatækni eru samþættar og kenndar út frá sjónarhóli lista og hönnunar. Í áfanganum er rakin tímalína sem byrjar á forsögulegum tíma og er fylgt í gegnum aldirnar fram til nútíma. Áfanginn, sem ætlaður er öllum nýnemum, er tvískiptur og er kenndur bæði fyrir og eftir áramót.  Í fyrri hluta áfangans er fjallað um forsögulega tíma fram til iðnbyltingar.

Undanfarnar vikur hafa nemendur í áfanganum unnið að því að búa til rafrænt sérrit um forsögulega tíma. Blaðið er liður í námsmati áfangans og hefur lukkast einstaklega vel líkt og sjá má þegar smellt er HÉR.