Nemendafélag FSH

14.11.2013

Gesturinn kom færandi hendi!

Enn einn frábær gestur kom í heimsókn í FSH í dag. Það var hann Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrverandi fótboltakappi. Hann talaði við nemendur og starfsfólk um lífið og tilveruna, mikilvægi þess að vera jákvæður í daglegu lífi, setja sér markmið og standa með sjálfum sér. Einnig færði hann skólanum að gjöf landsliðstreyju sem merkt er húsvísku fótboltakempunni Hallgrími Jónassyni og er árituð af öllum félögum hans í íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu.