Nemendafélag FSH

8.11.2013

Brunaæfing í FSH!

Í gær, fimmtudaginn 7. nóvember, var haldin brunaæfing hér í FSH. Jón Ásberg Salómonsson slökkviliðsstjóri var til aðstoðar. Aðeins tók þrjár mínútur að rýma húsið. Manntal var tekið í íþróttahöllinni og eftir það var haldið í skólann aftur. Þar fór slökkviliðsstjóri yfir æfinguna, bæði það sem gott var og það sem þarf að laga. Á heildina litið gekk æfingin vel og tók slökkviliðsstjóri sértaklega eftir því hversu vel nemendur stóðu sig en þeir tæmdu húsið hratt og fumlaust. Í kjölfarið verður rýmingaráætlun skólans yfirfarin og lagfæringar gerðar eftir þörfum.