2013 11

14. nóvember 2013

Gesturinn kom færandi hendi!

Enn einn frábær gestur kom í heimsókn í FSH í dag. Það var hann Þorgrímur Þráinsson rithöfundur og fyrrverandi fótboltakappi. Hann talaði við nemendur og starfsfólk um lífið og tilveruna, mikilvægi þess að vera jákvæður í daglegu lífi, setja sér markmið og standa með sjálfum sér.

08. nóvember 2013

Brunaæfing í FSH!

Í gær, fimmtudaginn 7. nóvember, var haldin brunaæfing hér í FSH. Jón Ásberg Salómonsson slökkviliðsstjóri var til aðstoðar. Aðeins tók þrjár mínútur að rýma húsið.

06. nóvember 2013

Nýr ritari við FSH!

Nýr ritari hefur verið ráðinn við FSH. Það er hún Guðrún H. Jóhannsdóttir. Um leið og við þökkum Sæunni Helgu Björnsdóttir fyrir gott samstarf og góð kynni, bjóðum við Gunnu Dóru hjartanlega velkomna til starfa.

05. nóvember 2013

Vefblað í Listum, menningu og vísindum

Áfanginn Listir, menning og vísindi, LMV, er nýr þverfaglegur áfangi við skólann þar sem námsgreinarnar saga, samfélagsgreinar, náttúruvísindi, íslenska og upplýsingatækni eru samþættar og kenndar út frá sjónarhóli lista og hönnunar.

04. nóvember 2013

Skemmti- pitsukvöld í FSH.

Stjórn NEF stóð fyrir skemmtikvöldi í skólanum síðastliðið föstudagskvöld með pitsum og tilheyrandi. Uppistandarinn Beggi blindi var með svokallað uppistand, Friðrik Marinó og Jón Ásþór sungu og spiluðu tvö lög, Jón Þór afmælisdrengur og Ásrún formaður NEF tóku tvo ,,hengingarleiki''  og að loku var spurningakeppni í boði Hjörvars Gunnars.