Nemendafélag FSH

18.4.2013

Hinir ungu kenna þeim eldri!

 Anna Sigrún Mikaelsdóttir, formaður eldri borgara á Húsavík, hafði samband við Dóru skólameistara í byrjun árs og ræddi um möguleika á því að eldri borgarar fengju nokkra tíma í tölvukennslu. Það varð úr að útskriftarnemar tóku þetta skemmtilega verkefni að sér sem eitt af fjáröflunarverkefnum fyrir útskriftarferð. Kennslan fór fram í húsnæði FSH fimm miðvikudaga frá febrúar til apríl. Hver kennslustund stóð yfir í 1 ½ klst. og var fjöldi þátttakenda í hvert skipti á bilinu 6-9. Það var mál manna að þessir tímar hefðu verið afar skemmtilegir og að allir hefðu haft gagn og gaman af.

Hér má sjá myndir úr síðustu kennslustundinni.