Nemendafélag FSH

8.4.2013

Heimsókn stærðfræði-og tölvunarfærðinema

Eins og tíðrætt er um þessar mundir er mikil vöntun á tækni-, iðn- og verkmenntuðu fólki á Íslandi. Til að bregðast við því hefur hópur fyrirtækja í samstarfi við Samtök iðnaðarins, Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík staðið fyrir kynningum á fjölbreyttum námsleiðum og störfum innan þessara greina fyrir nemendur í framhaldsskólum landsins. Í dag fengum við í FSH heimsókn frá tveimur nemendum úr HÍ og HR þeim Þórdísi og Trausta og þau kynntu fyrir nemendum hversu fjölbreytt og skemmtilegt tækninámið er.