Nemendafélag FSH

20.11.2012

Hugur og Hönnun

Verkefnin hingað til hafa snúist um umhverfi okkar í víðu samhengi, eins og hvernig fólk lifir í borgum og bæjum heimsins og hvernig borgir muni líta út í framtíðinni.Síðasta verkefni annarinnar snýst um að nemendur skoði nærumhverfi sitt og kynnist stöðum í bænum sem þeir kannski vissu lítið um áður þó að þeir gangi fram hjá þeim á hverjum degi.Hvammur varð fyrir valinu þar sem að þar er bæði heimili fólks með mikla lífsreynslu og vinnustaður með mjög fjölbreyttri starfsemi. Einnig bíður okkar flestra að eldast og því hollt fyrir alla að sjá hversu lífið er margbreytilegt og hvernig við manneskjurnar breytumst á þó nokkuð stuttum tíma. Í samráði við starfsfólk Hvamms var ákveðið að nemendurnir kæmu þrisvar sinnum í viku í þrjár vikur og tækju þátt í daglegri afþreyingu og starfi heimilisins. Eftir þessa fyrstu viku hafa nemendur aðstoðað við snjómokstur, saumað merkingar í fatnað, aðstoðað heimilisfólk með tölvumál og lært að spila bridds. Þannig má segja að bæði nemendur og heimilisfólk hafi strax lært eitthvað nýtt á þessari fyrstu viku. Samhliða vinnu sinni á Hvammi vinna nemendur verkefni í skólanum þar sem þau rýna inn í framtíðina og koma með hugmyndir að því hvernig dvalarheimili aldraðra muni líta út þegar þau verða eldri.

Myndir má sjá hér.