Nemendafélag FSH

20.11.2012

Heilsueflandi framhaldsskóli og dagur íslenskrar tungu!

hún ræddi m.a. um það sem mætti kalla næringarfræðileg hindurvitni, svo sem villandi auglýsingar á matvælaumbúðum og tilraunir ýmissa matvælaframleiðenda til að búa til gerviþarfir hjá fólki, sem þarf ekki á þeim að halda. Unnar Þór íþróttakennari lét svo alla viðstadda gera léttar æfingar og einnig erfiðari þrautir sem nokkrir fimir nemendur fóru létt með.

Dagur íslenskrar tungu var þennan sama dag og þótti því við hæfi að lesa nokkur íslensk ljóð. Dóra skólameistari og nemendurnir Jón Þór Jónsson, Berglind Ólafsdóttir og Hjörvar Gunnarsson lásu nokkrar bráðskemmtilegar limrur.