Nemendafélag FSH

30.11.2012

Góðgerðar Gunna!

Nemendafélög framhaldsskólanna taka þátt í söfnunarátaki UNICEF fyrir börn í Sýrlandi. Ákvað stjórn nemendafélags FSH að aðgangseyrir á Gunnu færi í þessa söfnun. Vel var mætt á kvöldvökuna, salurinn fallega skreyttur , kertaljós og kósíheit. Þrír fyrrverandi nemendur FSH og einn núverandi þau Bóas Gunnarsson, Davíð Helgi Davíðsson, Líney Gylfadóttir og Kristófer Reykjalín Þorláksson stigu á stokk og sungu og spiluðu fallega þrjú lög. Þá var spurningakeppni eða svokallað ,,barsvar“ og voru það Líney og Bóas sem sigruðu með glæsibrag. Virkilega velheppnuð og skemmtileg kvöldstund í FSH.