Nemendafélag FSH

27.10.2012

Vísurnar hans Björgvins

Upp skal hefja stuðlastef,

stökur vefja saman.

Engar refjar, ekkert þref,

ekki tefja gaman.

 

Yrkja snjalla vísu vann,

viðfangsefnið mæri:

Fjórðung aldar fyllir hann,

framhaldsskólinn kæri.

 

Smár en knár með sællegt bú

seiðir, laðar, lokkar.

Fjórðung aldar fyllir nú

framhaldsskólinn okkar.

 

Alltaf fullur að mér líst

af eld- og vígamóði.

Fjórðung aldar fyllir víst

framhaldsskólinn góði.

 

Nú er lokið ljóðagerð,

legg ég kokið aftur.

Út er rokin orðamergð,

ekki þokast kjaftur.