Nemendafélag FSH

19.10.2012

Gleði og gaman í FSH!

Fyrir hönd starfsfólks skólans flutti Björgvin R.Leifsson frumsamdar vísur. Kristófer Reykjalín Þorláksson söng og spilaði á gítar tvö lög og systkinin Ruth Ragnarsdóttir og Friðrik Marinó Ragnarsson sungu og spiluðu einnig tvö lög, frábærir listamenn þar á ferð. Fjölmargi gestir komu og fögnuðu þessum merku tímamótum, drukku kaffi og gæddu sér á súkkulaðiköku úr Heimabakaríi og skinkuhornum sem útskriftarnemar bökuðu. Við þökkum af alhug öllum þeim sem glöddu okkur með nærveru sinni, þökkum góðar gjafir og hlý orð í garð skólans.

Myndir úr afmælinu má sjá hér.