Nemendafélag FSH

8.10.2012

Gengið til góðs

Það var gengið til góðs á Húsavík á laugardaginn og þar fóru nemendur FSH fremstir í flokki. Þetta er í sjöunda sinn þar sem safnað er fé með þessum hætti fyrir börnum í neyð í Afríku og víðar.

Það er Rauði krossinn sem stendur fyrir söfnuninni en samtökin reka öflugt starf á stöðum á borð við Sierra Leone og Haítí þar sem lífskjör eru hvað verst á jörðinni.

Að sögn Halldórs Valdimarssonar formanns Húsavíkurdeildar Rauða krossins tóku bæjarbúar vel á móti söfnunarfólki og létu sitt af hendi rakna til þessa góða málefnis.

Við í FSH erum afar stolt af okkar fólki fyrir þeirra framlag.

Frétt fengin á 640.is , þar sem sjá má nánari umfjöllun og fleiri myndir.