Nemendafélag FSH

2.10.2012

FSH sigurvegari í Hjólað í skólann

Framhaldsskólinn á Húsavík varð hlutskarpastur í samkeppni um verðlaun fyrir bestu myndina í tengslum við hvatningardaginn Hjólað í skólann sem haldinn var þriðjudaginn 18. september sl. Auk viðurkenningar fyrir bestu myndina hlaust skólinn 50.000 kr. í verðlaun. Dagurinn Hjólað í skólann var haldinn í tengslum við Evrópska samgönguviku dagana 16. til 22. September 2012.
Dómnefnd sem valdi verðlaunamyndina var skipuð fulltrúum frá ÍSÍ, Hjólafærni, Embætti landlæknis og Samgönguviku. Sjá nánar frétt hjá Embætti landlæknis