Nemendafélag FSH

20.9.2012

Mennta- og menningarmálaráðherra heimsækir skólann

Mennta- og menningarmálaráðherra Katrín Jakobsdóttir heimsótti skólann í dag ásamt ráðgjöfum sínum þeim Elíasi Jóni Guðjónssyni og Guðna Tómassyni. Ráðherra skoðaði sig um í húsum skólans, leit inn í kennslustofur og ræddi við bæði nemendur og kennara um daglegt starf þeirra í skólanum.