Nemendafélag FSH

13.9.2012

Kynningarfundur fyrir foreldra/forráðamenn nýnema

Haldinn var kynningarfundur fyrir foreldra nýnema þriðjudaginn 11. september.  Á fundinum fjallaði Laufey Petrea skólameistari um starfshætti skólans, skólasýn og einkunnarorð.  Björgvin Rúnar Leifsson áfangastjóri gerði grein fyrir reglum skólans og einnig upplýsingakerfinu INNU og náms- og kennslukerfinu Kennsluvefur.is (Moodle).  Hjördís Eva Ólafsdóttir námsráðgjafi kynnti foreldrum þjónustu sína. Sigurður Narfi Rúnarsson félagsmála- og forvarnafulltrúi skólans og Sindri Ingólfsson formaður nemendaráð sögðu frá félagslífi og forvarnastarfi skólans.  Í lokinn kynnti Guðrún Kristinsdóttir formaður foreldraráðs FSH starf foreldrafélagsins og boðaði aðalfund félagsins í október. Við þökkum foreldrum ánægjulegan fund og væntum góðs af samstarfi við þá á komandi vetri.