Nemendafélag FSH

19.9.2012

Hjólað í skólann dagurinn í dag

Nemendur og starfsfólk skólans kom ýmist hjólandi eða gangandi í skólann í morgun. Enginn bíll var því sjáanlegur á bílastæðinu og af því tilefni var efnt til myndatöku. Dagurinn lofar góðu fyrir framhaldið þar sem stefnt er að því að efla með öllum ráðum hreyfingu meðal nemenda og starfsfólks á skólaárinu.