Nemendafélag FSH

18.9.2012

Hjólað í skólann dagurinn!

Á morgun miðvikudaginn 19. september verður Hjólað í skólann dagurinn haldinn hátíðlegur í FSH. Dagurinn markar upphaf næsta átaksverkefnis í heilsueflingu nemenda og starfsfólks skólans, en í vetur verður áherslan eimitt lögð á að auka hreyfingu. Þeir sem eiga hjól eru hvattir til þess að hjóla í skólann og þeir sem ekki eiga hjól eru hvattir til þess að koma gangandi. Framundan er þátttaka skólans í framhaldsskólakeppni Lífshlaupsins, keppnin fer fram dagana 3.-16. október.