Nemendafélag FSH

26.9.2012

Félagsvist á tungumáladegi

Nemendur skólans fögnuðu tungumáladeginum í dag með því að spila félagsvist á fimm tungumálum. Nýnemar voru fljótir að læra spilakúnstirnar og stóðu sig mjög vel. Stjórn nemendafélagsins situr nú yfir útreikningum og mun væntanlega krýna sigurvegara í hópi bæði kvenna og karla í löngufrímínútum á morgun. Hér eru myndir.