Nemendafélag FSH

16.8.2012

Skólasetning og upphaf kennslu

Framhaldsskólinn á Húsavík verður settur miðvikudaginn 22. ágúst kl. 09.00 á sal. Að skólasetningu lokinni munu nemendur hitta kennara sína og fá hjá þeim upplýsingar um skólastarfið í vetur.  Sérstakur kynningarfundur fyrir nýnema verður haldinn kl. 13.00 í stofu 7.  Áfangastjóri verður til viðtals vegna töflubreytinga frá kl. 13.00.

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. ágúst.