Nemendafélag FSH

28.8.2012

Fundur um félagslífið á sal

Stjórn nemendafélags FSH boðaði í morgun til fundar með nemendum skólans til þess að ræða félagslífið framundan og skipa fulltrúa í helstu nefndir og ráð. Á fundinum greindi skólameistari frá samkomulagi sem gert hefur verið við útskriftarnema um breytt fyrirkomulag á móttöku nýnema. Í stað busavígslu verður farið í óvissu- og skemmtiferð í byrjun september.  Stjórn NEF ásamt fulltrúum úr röðum útskriftarnema munu undirbúa ferðina í samráði við nýráðinn félagsmála- og forvarnafulltrúa skólans Sigurð Narfa Rúnarsson. Megintilgangur fundarins var að safna saman hugmyndum að viðburðum og uppákomum í vetur og skiluðu umræðuhópar nemenda fínum tillögum þar að lútandi til stjórnar NEF í lok fundar. Myndir frá fundinum eru hér.