Nemendafélag FSH

17.4.2012

Jarðfræðiferð í JAR203

Nemendur í JAR203 sem er  áfangi í jarðsögu fóru 17.apríl í jarðfræðiferð á Tjörnes. Efsti hluti Tjörneslaganna þ.e. Tígulskeljalögin og Krókskeljalögin voru skoðuð í Tungukambi. Í Krókskeljalögunum má sjá á steingervingum verulega kólnun á sjávarhita frá því sem áður var og einnig er um ¼ tegunda þar ættaður úr Kyrrahafinu. Aldur neðrihluta Krókskeljalaganna er um 3,6 milljón ára, þau voru því að hlaðast upp stuttu fyrir ísöld og kólnun í N-Atlandshafinu er hafin og einnig hefur opnast um Beringssund milli Kyrrahafs og Atlandshafs vegna flekareks.

Myndir úr ferðinni eru komnar inn á netið

G.B.