Nemendafélag FSH

23.4.2012

Glæsilegur árangur FSH í Söngkeppni framhaldsskólanna

FSH hreppti þriðja sætið í Söngkeppni framhaldsskólanna sem fram fór sl. laugardag. Ruth Ragnarsdóttir keppti fyrir hönd skólans og stóð sig frábærlega, ljóst er að þar er á ferð söngkona sem á framtíðina fyrir sér. Alls tóku 12 skólar þátt í úrslitakeppninni, Tækniskólinn fór með sigur af hólmi og VMA hafnaði í öðru sæti. Við óskum Ruth innilega til hamingju með árangurinn.  Sjá nánar á 640.is