Nemendafélag FSH

17.4.2012

Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur í heimsókn

Dr. Ingibjörg Gunnarsdóttir næringarfræðingur heimsótti skólann í dag og fræddi nemendur og starfsfólk um næringu og hollustu matvæla.  Í erindi sínu lagði Ingibjörg m.a. áherslu á mikilvægi þess að borða ávexti og grænmeti, þá ráðlagði hún öllum að taka lýsi yfir vetrartímann.  Það var einstaklega ánægjulegt að fá Ingibjörgu í heimsókn ekki síst þar sem hún er fyrrum nemandi Framhaldsskólans.